Connect with us

Ísland

Power Rankings. 1. deild karla 2016-2017

Valur fer inn í tímabilið sem sterkasta liðið á pappírnum. Standa þeir undir því?

birgir-bjorn-petursson-valurBirgir Björn er kominn aftur í Val. Mynd: Karfan.is

Valur fer inn í tímabilið sem sterkasta liðið á pappírnum. Standa þeir undir því?

8. Hamar


Þjálfari: Andri Þór Kristinsson
Síðast: 6. sæti í 1. deild

Andri Þór Kristinsson, nýráðinn þjálfari Hamars, leitar nú logandi ljósi að einhverjum sem getur dripplað bolta að minnsta kosti tvisvar án þess að missa hann því Hamarsmenn eru í bullandi mannavandræðum. Þorsteinn Gunnlaugsson (16,1 stig, 10,3 fráköst) hefur lagt skóna á hilluna og Sigurður Hafþórsson er genginn til liðs við Breiðablik auk þess sem Oddur Ólafsson (8,6 stig, 7,1 stoðsending) og Kristinn Ólafsson (13,7 stig, 5,3 fráköst) verða frá í einhvern tíma vegna meiðsla.

Þeir fóru þó all-in í erlenda leikmanninn en þeir fengu Chris Woods, a.k.a. Mr. Average, sem spilaði með FSu í fyrra.


Komnir: Chris Woods (FSu), Bjarki Friðgeirsson, Rúnar Ingi Erlingsson (Breiðablik), Smári Hrafnsson (Fjölnir)
Farnir: Þorsteinn Gunnlaugsson (Hættur), Samuel Prescott Jr. (USA), Sigurður Orri Hafþórsson (Breiðablik)

More in Ísland