Fannar Helgason glímir við Vestfirðinga. Mynd úr safni.
Nökkvi Harðarsson, leikmaður Vestra, var fluttur á brott með sjúkrabíl í kvöld eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg þegar hann steig út Fannar Helgason, miðherjann stæðilega hjá ÍA, í frákasti.
Myndbrot tekið úr útsendingu ÍA TV
Vestramenn hafa verið virkilega óheppnir með meiðsli í vetur og svo þunnskipaðir voru þeir í leiknum að þjálfari liðsins, hinn 38 ára gamli Yngvi Gunnlaugsson, var í búning. Þeir náðu þó þjappa sér saman við brotthvarf Nökkva og unnu að lokum mikilvægan 77-82 sigur, sem var jafnframt þeirra fyrsti í vetur.
Þetta er að minnsta kosti í annað skipti í október sem leikmaður þarf að yfirgefa leik með sjúkrabíl eftir þungt höfuðhögg en Stefán Karel Torfason, leikmaður ÍR, fékk eins og frægt er þungt högg á móti Snæfell í byrjun október og verður frá í talsverðan tíma.
