Connect with us

Ísland

Barátta Tryggva og Samb undir körfunni

Miðherjarnir Mamadou Samb og Tryggvi Snær Hlinason skiptust á að troða og skora í leik Tindastóls og Þórs í gær.

Skjáskot: Tindastóll TV

Mamadou Samb og Tryggvi Snær Hlinason háðu mikla baráttu undir körfunni í leik Tindastóls og Þórs Akureyri í gær. Var það sérstaklega undir lok annars leikhluta sem þeir sýndu sitt besta en þá skiptust þeir á að troða og skora á víxl.

Samb endaði leikinn með 25 stig og 10 fráköst en Tryggvi skoraði 11 stig, tók 3 fráköst og varði 3 skot.

More in Ísland