
Hlynur Bæringsson er kominn heim eins og frægt er orðið. Hefur það einhver áhrif á styrkleikalistann í Domino’s deildinni?
12. Snæfell
Þjálfari: Ingi Þór Steinþórsson
Síðast: 12. sæti
Enn kvarnast úr hóp lykilmanna síðasta tímabils því Óli Ragnar Alexandersson verður ekki með í vetur vegna meiðsla sem hann hlaut á síðasta tímabili og er því ljóst að allt byrjunarliðið frá því í fyrra er horfið á braut. Það er því eins gott að kaninn þeirra verði sá besti sem Ísland hefur séð því kanalausir guldu þeir afhroð á móti 1. deildarliði í æfingarleik á dögunum.
Komnir: Rúnar Þór Ragnarsson (Grundarfjörður), Geir Elías Úlfur Helgason (FSu), Maciej Klimaszewski (FSu), Andrée Michelsson (Svíþjóð), Árna Elmar Hrafnsson (Fjölnir)
Farnir: Sigurður Þorvaldsson (KR), Austin Magnús Bracy (Tindastóll Valur), Stefán Karel Torfason (ÍR)
Styrkleikalistinn er huglætt mat á styrkleika liðanna á þessum tímapunkti en er ekki spá um lokaniðurröðun deildarinnar.
Hittum við naglann á höfuðið eða erum við algjörlega út á túni? Hraunaðu yfir okkur á Facebook eða Twitter!.
