Ríkjandi Íslandsmeistararnir frá Njarðvík voru allt annað en sáttir við flautukörfu Ólafs Jóhannssonar sem tryggði Grindvíkingum 94-92 sigur á UMFN á því herrans ári 1987. Þeir gerðu því það eina rökrétta í stöðunni og veittust að ritaraborðinu.
Töldu Njarðvíkingar að klukkan hefði ekki verið sett af stað á réttum tíma og því hefðu heimamenn fengið meiri tíma en þeir áttu annars að fá til að skora sigurkörfuna.
