Myndir: KKI.is og gudnith.is
Kristófer Acox og Guðni Jóhannesson, forseti Íslands áttu mögulega í bestu Twitter samskiptum ársins. Guðni var einn af áhorfendum landsleiks Íslands og Sviss og eftir leikinn fór hann og óskaði hverjum og einum leikmanni góðs gengis í næstu leikjum.
Allir i liðinu fengu "gangi ykkur vel" fra Guðna forseta, nema kallinn. Eg fékk "good luck". Annars geðveikur stuðningur i kvöld. Áfram 🇮🇸!
— kristofer acox (@krisacox) August 31, 2016
Forsetinn var fljótur til að biðjast afsökunar á mistökum sínum.
@krisacox Gangi þér vel, rosalega vel. Sorrí, fékk í kollinn hér nýr liðsmaður, ekki með íslensku 100%. My bad. Kemur ekki fyrir aftur 🙂
— Guðni Jóhannesson (@sagnaritari) September 1, 2016
Afsökunarbeiðni forsetans féll vel í kramið á Twitter.
@sagnaritari @krisacox Vel gert báðir tveir! Hressandi hreinskilni frá forseta Íslands. Og mjög sterkt að nota NBA lingóið: 'my bad'!
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) September 1, 2016
@gislimarteinn @sagnaritari Mjög sterk afsökunarbeiðni og ein sú heiðarlegasta sem ég hef séð. 'My bad dog' hefði líka fallið í kramið.
— Jón Arnór Stefánsson (@jonstef9) September 1, 2016
En hverju svaraði Kristófer forsetanum um kvöldið?
@kjartansson4 "thanks bruh"
— kristofer acox (@krisacox) September 1, 2016
