Connect with us

Ísland

Power rankings: Domino’s deild karla 2016-2017

Nú styttist í að 2016-2017 tímabilið í Domino’s deild karla hefjist og því ekki úr vegi að renna yfir styrkleikastöðuna í deildinni.

Jón Arnór er kominn heim. Jón Arnór er kominn heim. Gott fyrir KR og körfuna, dauðadómur fyrir titlavonir allra annara.

Nú styttist í að 2016-2017 tímabilið í Domino's deild karla hefjist og því ekki úr vegi að renna yfir styrkleikastöðuna í deildinni.

11. Skallagrímur

Fréttirnar um að Skallagrímur hefði bætt við sig MG10 og Darrell Flake hefðu verið frábærar… fyrir 10 árum. Í dag er Flake skugginn af sjálfum sér og Magnús bæði vitlausu megin við 30 árin og 100 kílóin. Skallarnir voru ekkert brjálæðislega sannfærandi í 1. deildinni í fyrra, enduðu í 4. sæti og var Sigtryggur Arnar Björnsson eini íslendingurinn sem skoraði meira en 10 stig að meðaltali í leik (21,0).

Komnir: Magnús Þór Gunnarsson (Keflavík), Darrell Flake (Tindastóll), Flenard Whitfield (USA), Eyjólfur Ásberg Halldórsson (ÍR)
Farnir: Jean Rony Cadet (USA)

More in Ísland