Connect with us

Ísland

Power rankings: Domino’s deild karla 2016-2017

Nú styttist í að 2016-2017 tímabilið í Domino’s deild karla hefjist og því ekki úr vegi að renna yfir styrkleikastöðuna í deildinni.

Jón Arnór er kominn heim. Jón Arnór er kominn heim. Gott fyrir KR og körfuna, dauðadómur fyrir titlavonir allra annara.

Nú styttist í að 2016-2017 tímabilið í Domino’s deild karla hefjist og því ekki úr vegi að renna yfir styrkleikastöðuna í deildinni.

Fyrri1 of 12

12. Snæfell

Snæfellingar hafa verið að sanka að sér leikmönnum í sumar enda veitti ekki af því allir sem eitthvað gátu yfirgáfu félagið eftir síðasta tímabil. Því miður fyrir Snæfell er magn ekki það sama og gæði og þessi hópur myndi líklegast ströggla við að halda sér uppi í 1. deildinni. Takist Inga Þór hins vegar hið ómögulega og nái að forða liðinu frá falli þá á hann skilið orðu, helst einhverja sem heitir eftir honum, og styttu af sér fyrir framan íþróttahúsið á Stykkishólmi.

Komnir: Rúnar Þór Ragnarsson (Grundarfjörður), Geir Elías Úlfur Helgason (FSu), Maciej Klimaszewski (FSu), Andrée Michelsson (Svíþjóð), Árna Elmar Hrafnsson (Fjölnir)
Farnir: Sigurður Þorvaldsson (KR), Austin Magnús Bracy (Tindastóll), Stefán Karel Torfason (ÍR)

More in Ísland