Samsett mynd: Atli Fannar
Eitt af hitamálunum í annars stórgóðum leik Tindastóls og KR í gær var þegar Anthony Gurly olnbogaði Helga Má Magnússon þegar um fimm mínútur voru eftir. Ekkert var dæmt á Anthony en atvikið náðist á myndband og má því búast við að aganefnd KKÍ taki það fyrir á næsta fundi.
Aðdáendur Tindastóls höfðu þó litla samúð með Helga Má eins og sjá má á ummælum þeirra á Twitter.
Olnboginn á Helga Magg kom KR ekki lengra en þetta í Síkinu.. 💪🏼Áfram Tindastóll 🏀#Tindastoll #korfubolti #dominos365
— Vala Hrönn Margeirsd (@ValaHronn) March 3, 2016
Eitt skot í punginn og þá er hann sprunginn…🙈 #Tindastoll #dominos365 #korfubolti https://t.co/20NsokTN6l
— Vala Hrönn Margeirsd (@ValaHronn) March 3, 2016
https://twitter.com/ronnirokk/status/705520303473041408
Léttur skrín-öllari í bakið og bitch-slap í kviðinn. Allir léttir! Held samt að Helgi gæti verið marinn á olnbogunum a morgun. #dominos365
— Sveinn Brynjar Lamont Pálmason (@SveinnMolduxi) March 3, 2016
Helgi hefur örugglega séð eftir leikaraskapnum þegar Finnur kom æðandi inná völlinn.. Má þetta bara? #dominos365 #korfubolti
— Ásta Dagmar (@astadagmar) March 4, 2016
Ritstjóri Nútimanns og körfuboltaspekingurinn Atli Fannar Bjarkason orðaði þetta samt líklegast best.
1. Þetta má ekki.
2. Þetta er ekki olnbogaskot.
3. Þetta á ekki að vera nóg til að fella 90 kg menn. #dominos365 pic.twitter.com/epn6mNzBlv— Atli Fannar (@atlifannar) March 3, 2016
Skiptar skoðanir voru einnig með framkomu Finns Freys Stefánssonar í kjölfar atviksins.
@LovisaFals hann átti klárlega að fjúka út. Orðnragðið var ekki fallegt fyrir utan það að hafa vaðið inn á með bendingar og læti
— Sveinn Brynjar (@SveinnMolduxi) March 3, 2016
Play of the year í Dominos. @FinnurStef að vernda leikmennina sína í Síkinu í gær. Virkilega falleg sjón. #dominos365 @kjartansson4
— Matthías Sigurðarson (@matosig) March 4, 2016
