Derrick Rose var kokhraustur í nótt þegar hann setti niður þrist sem kom Bulls þremur stigum yfir, 93-90, á móti Jazz í nótt.
https://www.youtube.com/watch?v=LO3UgJUhCDo&t=37s
Karmað sendi honum að sjálfsögðu fingurinn því Gordon Hayward jafnaði leikinn og sendi í framlengingu þar sem Bulls skitu upp á bak og töpuðu 96-105
Hann hefði betur lært af Reggie Miller sem brenndi sig á þessu sama fyrir 22 árum á móti Bulls.
Miller hafði sett niður skot í grillið á Steve Kerr sem kom Pacers yfir á móti Bulls þegar 0,8 sekúndur voru eftir og er óhætt að segja að hann var nokkuð sigurviss.
Því miður fyrir hann þá spilaði Toni nokkur Kukoc fyrir Bulls.
Næst þegar liðin mættust þá skellti Bulls Pacers 90-81. Eftir leikinn gerði Scottie Pippen það eina lógíska í stöðunni
