Adam Spanich í leik með KFÍ. Mynd: Halldór Sveinbjörnsson / BB
Það muna líklegast ekki margir utan Ísafjarðar eftir Adam Spanich sem spilaði með KFÍ tímabilið 2003-2004. Enda var Adam ekki lengi í paradís því vestanmenn ráku hann með skít og skömm þá um áramótin þrátt fyrir að hann leiddi deildina í stigaskorun með rúm 30 stig per leik. Helst spilaði þar inn í að persónuleiki hans þótti vera talsvert sunnan við það sem telst vera til fyrirmyndar.
Adam er þó í talsvert meiri metum meðal áhangenda USC háskólans, amk þeirra sem kynntust honum ekki persónulega, enda átti hann nokkur af betri tilþrifum úr sögu skólans.
Þann 7. janúar 1999 var USC 5 stigum undir á móti Oregon þegar 2,8 sekúndur voru eftir. Og þá gerðist þetta (frá 1:00 mín).
Þetta voru ekki einu tilþrifin hans hjá USC því 1998 skoraði hann sigurkörfuna á móti liðið Arizona sem var talið besta liðið í NCAA deildinni það tímabilið.
Tölfræði
