Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

Þröstur Leó til Þór Akureyri

Upprisa körfuboltans á Akureyri heldur áfram því mikilvægasti leikmaður Keflavíkur síðastliðið tímabil, Þröstur Leó Jóhannsson, hefur ákveðið að halda norður og leika með Þór í 1. deildinni á komandi tímabili.

throstur-leo-thor-akureyri

Upprisa körfuboltans á Akureyri heldur áfram því mikilvægasti leikmaður Keflavíkur síðastliðið tímabil, Þröstur Leó Jóhannsson, hefur ákveðið að halda norður og leika með Þór í 1. deildinni á komandi tímabili.

Benedikt Guðmundsson, nýráðinn þjálfari Þórs sagðist mjög ánægður með nýja leikmanninn í samtali við vefsíðu Þórs.

„Ég er virkilega ánægður að fá Þröst til okkar. Hann er ekki bara góður leikmaður heldur kemur hann með ákveðið viðhorf inn í leikmannahópinn sem kemur ekki fram í neinni tölfræði. Ég var mörg sumur með hann í yngri landsliðum og þar var hann frábær í hóp“

Stutt viðtal við Þröst þar sem hann fer yfir ástæður skiptanna má sjá á vefsíðu Þórs.

Og yfir í allt annað

Ísland

2021-2022 tímabilið í [Insert sponsor name here]-deild karla er handan við hornið og því ákváðum við að kasta saman í eina afar vísindalega samsetta...

Ísland

Leikstjórnandinn Jose Medina Aldana fór mikinn í sigurleik Hamars á Selfossi í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni 1. deildarinnar í gær en samkvæmt tölfræðiskýrslunni...

Ísland

Er KR að fara að taka þetta sjöunda árið í röð?

Ísland

Stórskemmtileg netþáttaröð frá Gnúpverjum.