Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

Stefan Bonneau áfram í Njarðvík

Njarðvíkingar hafa samið við Stefan Bonneau um að hann leiki aftur með félaginu á næstkomandi leiktíð.

stefan-bonneau-njardvikMynd: Karfan.is

Njarðvíkingar hafa samið við Stefan Bonneau um að hann leiki aftur með félaginu á næstkomandi leiktíð. Þetta eru góðar fréttir fyrir Njarðvíkinga og körfuboltann á Íslandi enda er Stefan einn besti og skemmtilegasti leikmaðurinn sem spilað hefur í deildinni undanfarin ár.

Stefan gjörbreytti liði Njarðvíkinga er hann gekk til liðs við það í desember í fyrra og hjálpaði þeim að ná fjórða sætinu í deildinni. Hann var með 36,9 stig, 7,0 fráköst og 5,1 stoðsendingar í deildarkeppninni. Í úrslitakeppninni skilaði hann 30,9 stigum, 8,1 fráköstum og 5,4 stoðsendingum. Besti leikurinn hans var svo klárlega í tvíframlengdum oddaleik í undanúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn þar sem hann skoraði 52 stig og tók 12 fráköst á 50 mínútum.

https://www.youtube.com/watch?v=_9IadQCMBqw

Og yfir í allt annað

Ísland

2021-2022 tímabilið í Subway-deild kvenna byrjar í kvöld og því ákváðum við að kasta saman í eina afar óvísindalega samsetta spá sem er þó...

Ísland

2021-2022 tímabilið í [Insert sponsor name here]-deild karla er handan við hornið og því ákváðum við að kasta saman í eina afar vísindalega samsetta...

Ísland

Höttur féll á dögunum úr Domino’s deild karla og hafa verið höfð orð um að þar sé á ferðinni besta liðið sem fallið hefur...

Ísland

Eru þetta bestu íslensku troðslurnar frá upphafi? Mögulega klárlega.