Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

Sara Diljá Sigurðardóttir til liðs við Snæfell

Íslandsmeistarar Snæfells fengu í dag góðan liðsstyrk þegar að Sara Diljá Sigurðardóttir skrifaði undir eins árs samning að því er fram kemur á heimasíðu Snæfells.

sara-dilja-snaefell-storMynd: Snæfell

Íslandsmeistarar Snæfells fengu í dag góðan liðsstyrk þegar að Sara Diljá Sigurðardóttir skrifaði undir eins árs samning að því er fram kemur á heimasíðu Snæfells.

Sara Diljá lék með Val í Domino’s deildinni á síðasta tímabili og var þar með 3,2 stig og 3,3 fráköst að meðaltali í 27 leikjum. Hún var einnig á venslasamningi hjá Stjörnunni í 1. deildinni og hjálpaði félaginu í vor að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni á komandi tímabili.

Sara Diljá er á leið út í fyrramálið með U20 ára liði kvenna til Danmerkur þar sem þær leika þrjá leiki á Norðurlandamóti.

Og yfir í allt annað

Ísland

2021-2022 tímabilið í Subway-deild kvenna byrjar í kvöld og því ákváðum við að kasta saman í eina afar óvísindalega samsetta spá sem er þó...

Ísland

2021-2022 tímabilið í [Insert sponsor name here]-deild karla er handan við hornið og því ákváðum við að kasta saman í eina afar vísindalega samsetta...

Ísland

Það hefur líklegast ekki farið framhjá mörgum að Reykjavíkurveldin Valur og KR eigast við í átta liða úrslitum Domino’s deildar karla þessa dagana með...

Ísland

62 sinnum hefur verið keppt um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna. Getur þú talið upp meistaraliðin?