Connect with us

Ísland

Sara Diljá Sigurðardóttir til liðs við Snæfell

Íslandsmeistarar Snæfells fengu í dag góðan liðsstyrk þegar að Sara Diljá Sigurðardóttir skrifaði undir eins árs samning að því er fram kemur á heimasíðu Snæfells.

sara-dilja-snaefell-storMynd: Snæfell

Íslandsmeistarar Snæfells fengu í dag góðan liðsstyrk þegar að Sara Diljá Sigurðardóttir skrifaði undir eins árs samning að því er fram kemur á heimasíðu Snæfells.

Sara Diljá lék með Val í Domino’s deildinni á síðasta tímabili og var þar með 3,2 stig og 3,3 fráköst að meðaltali í 27 leikjum. Hún var einnig á venslasamningi hjá Stjörnunni í 1. deildinni og hjálpaði félaginu í vor að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni á komandi tímabili.

Sara Diljá er á leið út í fyrramálið með U20 ára liði kvenna til Danmerkur þar sem þær leika þrjá leiki á Norðurlandamóti.

More in Ísland