Connect with us

Ísland

Ragnar Helgi Friðriksson til liðs við Þór

Þór Akureyri hefur samið við Njarðvík um að fá Ragnar Helga Friðriksson á venslasamningi.

ragnar-helgi-fridrikssonBenedikt Guðmundsson þjálfari Þórs ásamt Ragnari Helga Friðrikssyni. Mynd: Thorsport.is

Þór Akureyri hefur samið við Njarðvík um að fá Ragnar Helga Friðriksson á venslasamningi að því er fram kemur á vefsíðu Þórs.

Ragnar er einn efnilegasti leikstjórnandi landsins og mun hann án efa eiga eftir að reynast Þór drjúgur í þeirri baráttu sem framundan er í fyrstu deildinni á komandi tímabili. Ragnar er m.a liðfélagi Tryggva Snæ Hlinasonar í U18 landsliði Íslands.

„Ragnar er mikill hvalreki fyrir okkur. Hann er einn allra efnilegasti leikstjórnandi landsins. Þetta kom óvænt upp og er búið að gerast hratt. Þegar okkur bauðst að fá Ragnar á venslasamning vorum við snöggir að taka honum fagnandi. Hann er ekki bara gríðarlegt efni heldur er hann sterkur andlega og mun smita góðu viðhorfi inn í okkar sterka hóp. Ég hef spilað gegn honum í yngri flokkunum og lengi verið mjög hrifinn af honum sem leikmanni og er viss um að hann mun halda áfram að vaxa og dafna hjá okkur á Akureyri. Hann kemur úr frábæru yngri flokka prógrammi í Njarðvík og er því vel skólaður til af mönnum eins og Einari Árna og Friðrik Inga og fleiri topp þjálfurum.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs.

More in Ísland