Mynd: Karfan.is
Pál Axel Vilbergsson er genginn aftur í raðir Grindvíkinga, eftir tveggja ára veru í Borgarnesi, og hyggst klára þar feril sinn að því er fram kemur á karfan.is
Grindvíkingar hafa einnig bætt við sig bandaríkjamanninum Hector Harold. Á vefsíðu Grindavíkur segir:
Hector er 2,01 að hæð og spilaði þrist og fjarka í skólanum en mun spila stöðu miðherja hjá Grindavík. Hector er sagður mjög fjölhæfur leikmaður með góða boltatækni enda spilaði hann stöðu skotbakvarðar þar til fyrir 5 árum þegar hann tók ansi myndarlegan vaxtarkipp. Hann á að vera frábær varnarmaður og síðast en ekki síst var hann fyrirliði liðs síns. Að sjálfsögðu eru miklar vonir bundar við hann og mun hann koma til liðs við félaga sína í ágúst og mun því hafa fínan tíma til að aðlagast.
