Connect with us

Ísland

Mirko Stefán og Eysteinn í Hött

Höttur á Egilstöðum hefur styrkt leikmannahópinn sinn fyrir komandi átök.

mirkoMynd: Halldór Sveinbjörnsson/KFÍ

Höttur hefur komist að samkomulagi við Mirko Stefán Virijevic um að hann leiki með liðinu í Domino’s deildinni á næstu leiktíð. Mirko Stefán lék með Njarðvík á síðustu leiktíð en hefur einnig leikið með KFÍ, Snæfell, Breiðblik og Haukum hér á landi auk þess sem hann lék í Þýskalandi um nokkura ár skeið. Mirko Stefán, sem er 33 ára, var með 10,7 stig og 10,5 stig fyrir Njarðvík á síðastliðnu tímabili.

eysteinn-bjarni-aevarsson-karfanMynd: Gunnar Gunnarsson/Karfan.is

Eysteinn Bjarni Ævarsson hefur einnig skrifað undir eins árs samning við uppeldisfélagið eftir árs dvöl í Keflavík. Eysteinn er þessa dagana í Finnlandi með U-20 landsliðið Íslands á norðurlandamóti. Eysteinn, sem er tvítugur, skipti yfir til Keflavíkur fyrir síðustu leiktíð og var með 3,1 stig og 2,7 fráköst á rúmlega 12 mínútum í 18 deildarleikjum. Tímabilið 2013-2014 var hann með 12,2 stig og 4,7 fráköst með Hetti í 1. deildinni.

tobin-carberryMynd: Austurfrett.is

Höttur hefur þegar samið við bandarískan leikmenn því Tobin Carberry um að leika áfram með liðinu á næstu leiktíð. Tobin skrifaði undir eins árs samning áður en hann fór af landi brott í sumarfrí en var frábær í liði Hattar sem sigraði 1. deild karla í vor. Tobin skoraði 31,2 stig, tók 11 fráköst og gaf 5,8 stoðsendingar að meðaltli í leik og var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður deildarinnar.

Höttur er að leika í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn síðan 2006 en þá dvaldi það eina leiktíð á meðal þeirra bestu.

More in Ísland