Mynd: Karfan.is
Stjarnan landaði einum stærsta bitanum á leikmannamarkaðnum er félagið samdi við Margréti Köru Sturludóttur um að leika með félaginu á næstu leiktíð.
Margrét Kara lék síðast tímabilið 2011-2012 og skoraði þá 15,2 stig og tók 9,0 fráköst að meðaltali í leik með KR en hún hefur einnig leikið með Keflavík og Njarðvík auk þess sem hún á að baki 13 landsleiki fyrir Íslands hönd.
Margrét hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari, með KR árið 2010 og Keflavík árið 2008, auk þess sem hún varð bikarmeistari með KR árið 2009.
