Connect with us

Ísland

Danero Tomas og Fanney Lind til Þórs

Þórsarar halda áfram að styrkja báða meistaraflokkana sína en í dag sömdu Akureyringar við Fanney Lind Guðmundsdóttir og Danero Tomas.

Þórsarar halda áfram að styrkja báða meistaraflokkana sína en í dag sömdu Akureyringar við Fanney Lind Guðmundsdóttir og Danero Tomas.

Fanney hefur spilað með Hamri, Fjölni og Val og á að baki 2 landsleiki. Á síðasta tímabili lék hún með Val og var með 8,1 stig og 5,1 frákast í 20 leikjum. Hennar besta tímabil var 2013-2014 en þá skoraði hún 15,2 stig og tók 8,1 frákast að meðaltali í leik með Hamri í Domino’s deild kvenna.

Danero lék með Val í 1. deildinni framan af síðasta tímabili og skilaði þar 17,1 stig og 8,8 fráköstum í 10 leikjum. Í janúar gekk hann til liðs við Fjölnir í Domino’s deild karla og skilaði þar 7,6 stigum á einungis rúmlega 7 mínútum per leik. Samkvæmt heimildum síðunnar þá fellur Danero undir 3 ára regluna svokölluðu og telst því ekki sem erlendur leikmaður á næsta tímabili. Akureyringar geta því bætt við sig öðrum erlendum leikmanni til að styrkja sig enn frekar.

More in Ísland