Mynd: Fsukarfa.is
Í dag skrifuðu tveir leikmenn undir samning við FSu um að spila með félaginu á komandi leiktíð en það voru þeir Gunnar Ingi Harðarson og Chris Caird. Fsukarfa.is greinir frá.
Gunnar Ingi er 19 ára gamall og hefur síðustu tvö ár leikið í Bandarikjunum með liði Freedom Christian Academy. Áður hafði hann leikið með KR og Ármanni. Gunnar er bakvörður og mun auka dýpt liðsins í þeirri stöðu mikið.
Chris Caird þekkir vel til hjá FSu en hann lék með liðinu á árunum 2007 til 2010 áður en hann hélt til náms við Drake háskólann í Bandaríkjunum. Chris er gríðarlega sterkur leikmaður og drengur góður sem mun bæta liðið mikið. Chris mun leika sem íslendingur þar sem hann hefur verið búsettur á Íslandi í mörg ár.
Mynd: Fsukarfa.is
Erik Olson mun þjálfa lið FSu áfram eftir að hafa komist að samkomulagi um framlengingu á samning sínum við forráðamenn félagsins.
Erik mun þá hefja sitt fjórða ár með félagið en undir hans stjórn hefur liðið tekið stöðugum framförum ár eftir ár sem tryggði liðinu sæti í efstu deild. Mikil ánægja hefur verið með hans störf og kom aldrei neitt annað til greina en að reyna að halda honum áfram hjá félaginu samkvæmt frétt á Fsukarfa.is.
