Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

Chelsie Schweers til Stjörnunar

Chelsie Schweers hefur skrifað undir samkomulag þess efnis að hún hefji leik með nýliðum Stjörnunnar í Domino’s deild kvenna næsta vetur.

chelsie-schweersMynd: Chelsie í leik gegn Keflavík árið 2012 en í þeim leik skoraði hún 54 stig og tók 13 fráköst.

Chelsie Schweers hefur skrifað undir samkomulag þess efnis að hún hefji leik með nýliðum Stjörnunnar í Domino’s deild kvenna næsta vetur. Chelsie er körfuboltaáhugamönnum vel kunn síðan hún lék með Hamar seinni hluta tímabils 2014. Í þeim 11 leikjum sem hún lék hér á landi skilaði hún þar 30,6 stigum, 8,9 fráköstum, 3,9 stoðsendingum og 2,2 stolnum boltum. Skottölur hennar voru heldur ekki af verri endanum en hún var með 49,6% nýtingu í tveggja stiga skotum, 48,6% í þriggja stiga skotum og 91,8% úr vítum.

Aðspurður sagðist Baldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, alsæll með nýja leikmanninn. „Miðað við það sem við höfðum kynnt okkur er Chelsie afburða leikmaður sem einnig vakti athygli fyrir jákvætt hugarfar og góðan liðsanda þegar hún var hér á landinu síðast. Það er yfirlýst stefna hjá okkur í Garðabænum að hafa gaman að hlutunum en á sama tíma að mæta af fullum þunga til leiks og keppa til sigurs í hverjum leik. Að mínu mati er Chelsie frábær viðbót við þann kjarna sem fyrir er og falla vel að okkar áformum.“ Aðspurður hvort von væri á einhverjum frekari viðbótum hjá liðinu sagði hann svo jafnvel vera. „Sá hópur sem fyrir er hefur haft mikið fyrir að koma félaginu upp í efstu deild og getur ekki beðið eftir því að hefja leik í efstu deild. Planið er að styrkja þann kjarna með einhverjum 2-3 leikmönnum og sú vinna er í gangi. Næsti vetur verður spennandi í Garðabænum og það verður enginn svikinn af að taka þátt í því ævintýri“.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá 2013-2014 tímabilinu þegar hún spilaði með Hamar.

Og yfir í allt annað

Ísland

2021-2022 tímabilið í [Insert sponsor name here]-deild karla er handan við hornið og því ákváðum við að kasta saman í eina afar vísindalega samsetta...

Ísland

62 sinnum hefur verið keppt um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna. Getur þú talið upp meistaraliðin?

Ísland

Fjögurra áratuga klúbburinn á Íslandi inniheldur nokkur goðsagnarkennd nöfn

Ísland

Stjarnan komst í fréttirnar í sumar er félagið dróg meistaraflokk kvenna úr Úrvalsdeildinni og skráði í 1. deildina eftir að nokkrir byrjunarliðsmenn höfðu leitað...