Árni Eggert Harðarson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Árni tekur við starfinu af Andra Þór Kristinssyni sem var aðalþjálfari liðsins á síðustu leiktíð en Blikar féllu þá í 1. deild kvenna.
Árni var ráðinn til tveggja ára en hann og Eggert Baldvinsson formaður KKD Breiðabliks handsöluðu samninginn í gærkvöldi. Eins og áður hefur komið fram hélt Andri Þór á önnur mið og er nú hluti af þriggja manna þjálfarateymi Hauka.
