Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

11 leikmenn semja við Stjörnuna

Stjarnan skrifaði fyrir skömmu undir samninga við 11 leikmenn félagsins en þær voru allar hluti af liðinu er vann sér sæti í efstu deild á komandi tímabili

stjarnan-juni-2015Mynd: Stjarnan.is

Stjarnan skrifaði fyrir skömmu undir samninga við 11 leikmenn félagsins en þær voru allar hluti af liðinu er vann sér sæti í efstu deild á komandi tímabili að því er fram kemur á stjarnan.is.

Stjarnan skrifaði fyrir skömmu undir samninga við 11 leikmenn félagsins en þær voru allar hluti af liðinu er vann sér sæti í efstu deild á komandi tímabili. Er þetta mikið ánægjuefni og eru æfingar nú þegar hafnar undir stjórn nýs þjálfara liðsins, Baldurs Inga Jónassonar en stelpurnar eru einnig í styrktarþjálfun í Spörtu. Meðal þeirra er skrifuðu undir voru Bryndís Hanna Hreinsdóttir og Eva María Emilsdóttir en báðar voru þær valdar í úrvalslið 1. deildar kvenna á síðasta tímabili.

Baldur Ingi Jónasson þjálfari liðsins var mjög ánægður að sjá að kjarni leikmanna frá seinasta leiktímabili hafi ákveðið að halda áfram. „Þær hafa sannarlega unnið fyrir sæti sínu í efstu deild og jafnframt sýnt það á undanförnum æfingum að dugnaður og eljusemi er þeirra vörumerki. Einnig er afar góð stemning í hópnum og tilhlökkunin fyrir komandi tímabili skín í gegn. Þá er ljóst að leikmenn ætla sér að taka slaginn af fullum krafti.“

Bryndís Hanna var ein af lykil leikmönnum liðsins síðasta vetur og segir hópinn vera samstilltan og náinn. „Það er alltaf skemmtilegt hjá okkur Stjörnustelpum hvort sem það er á æfingum eða utan þeirra. Við erum að byrja núna að koma aftur saman eftir nokkuð gott frí og æfingar fara vel af stað með nýjum þjálfara, Baldri Inga. Mér lýst vel á næsta tímabil og hlakka mikið til að fara að spila aftur í úrvalsdeild. Það er ómetanlegt að fá að vera hluti af þessu liði sem er að skrifa sögu kvennakörfu Stjörnunnar. Við ætlum okkur að nota næsta tímabil til að sanna okkur og sýna að við erum til alls líklegar.

Leikmennirnir sem skrifuðu undir samning eru:
Bryndís Hanna Hreinsdóttir,
Erla Dís Þórsdóttir,
Eva María Emilsdóttir,
Gabríela Hauksdóttir,
Guðrún Edda Sveinbjörnsdóttir,
Guðrún Ósk Guðmundsdóttir,
Harpa Guðjónsdóttir,
Heiðrún Ösp Hauksdóttir,
Helena Mikaelsdóttir,
Kristín Fjóla Reynisdóttir,
Sigríður Antonsdóttir.

Á myndina vantar Erlu Dís Þórsdóttur, Guðrúnu Eddu Sveinbjörnsdóttur og Sigríði Antonsdóttur.

Og yfir í allt annað

Ísland

2021-2022 tímabilið í [Insert sponsor name here]-deild karla er handan við hornið og því ákváðum við að kasta saman í eina afar vísindalega samsetta...

Ísland

62 sinnum hefur verið keppt um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna. Getur þú talið upp meistaraliðin?

Ísland

Fjögurra áratuga klúbburinn á Íslandi inniheldur nokkur goðsagnarkennd nöfn

Ísland

Stjarnan komst í fréttirnar í sumar er félagið dróg meistaraflokk kvenna úr Úrvalsdeildinni og skráði í 1. deildina eftir að nokkrir byrjunarliðsmenn höfðu leitað...