Connect with us

Hi, what are you looking for?

Félagsskipti

Valur framlengir við þrjá leikmenn

Valur hefur endurnýjuðu samkomulag við Bjarna Geir Gunnarsson, Benedikt Blöndal og Illuga Auðunsson um að þeir léku áfram með félaginu í 1. deildinni næsta tímabil.

valur-framlenging-mai-2015Mynd: Valur.is

Valsmenn nýttu tækifærið á 104 ára afmæli Vals þann 11. maí síðastliðinn og endurnýjuðu samkomulag við Bjarna Geir Gunnarsson, Benedikt Blöndal og Illuga Auðunsson um að þeir léku áfram með Val í körfuknattleik næsta tímabil að því er Valur.is greinir frá.

Bjarni Geir er fæddur 1995 og er einn efnilegasti ungi leikmaðurinn hjá Val en hann var með 10 stig, 3,7 fráköst og 1,2 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta keppnistímabili. Benedikt er fæddur 1993 og er einn reyndasti leikmaður Vals með hátt í 140 leiki með meistaraflokki Vals. Hann var með 9,4 stig, 3,9 fráköst og 4,3 stoðsendingar að jafnaði í leik á síðasta tímabili. Illugi Auðunsson er fæddur 1992 og kom hann til Vals frá KR fyrir síðustu leiktíð. Illugi var með 12,9 stig, 11,3 fráköst og 2,3 stoðsendingar í leik síðastliðinn vetur.

Og yfir í allt annað

Ísland

2021-2022 tímabilið í Subway-deild kvenna byrjar í kvöld og því ákváðum við að kasta saman í eina afar óvísindalega samsetta spá sem er þó...

Ísland

2021-2022 tímabilið í [Insert sponsor name here]-deild karla er handan við hornið og því ákváðum við að kasta saman í eina afar vísindalega samsetta...

Ísland

Það hefur líklegast ekki farið framhjá mörgum að Reykjavíkurveldin Valur og KR eigast við í átta liða úrslitum Domino’s deildar karla þessa dagana með...

Ísland

Leikstjórnandinn Jose Medina Aldana fór mikinn í sigurleik Hamars á Selfossi í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni 1. deildarinnar í gær en samkvæmt tölfræðiskýrslunni...