Connect with us

Félagsskipti

Valur framlengir við þrjá leikmenn

Valur hefur endurnýjuðu samkomulag við Bjarna Geir Gunnarsson, Benedikt Blöndal og Illuga Auðunsson um að þeir léku áfram með félaginu í 1. deildinni næsta tímabil.

valur-framlenging-mai-2015Mynd: Valur.is

Valsmenn nýttu tækifærið á 104 ára afmæli Vals þann 11. maí síðastliðinn og endurnýjuðu samkomulag við Bjarna Geir Gunnarsson, Benedikt Blöndal og Illuga Auðunsson um að þeir léku áfram með Val í körfuknattleik næsta tímabil að því er Valur.is greinir frá.

Bjarni Geir er fæddur 1995 og er einn efnilegasti ungi leikmaðurinn hjá Val en hann var með 10 stig, 3,7 fráköst og 1,2 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta keppnistímabili. Benedikt er fæddur 1993 og er einn reyndasti leikmaður Vals með hátt í 140 leiki með meistaraflokki Vals. Hann var með 9,4 stig, 3,9 fráköst og 4,3 stoðsendingar að jafnaði í leik á síðasta tímabili. Illugi Auðunsson er fæddur 1992 og kom hann til Vals frá KR fyrir síðustu leiktíð. Illugi var með 12,9 stig, 11,3 fráköst og 2,3 stoðsendingar í leik síðastliðinn vetur.

More in Félagsskipti