Connect with us

Ísland

Þór Akureyri semur við sjö leikmenn

Í gær skrifuðu sjö körfuknattleikskonur undir samninga við Þór.

helga-ernaHelga Rut Hallgrímsdóttir, Stefán Vilberg og Erna Rún Magnúsdóttir.

Í gær skrifuðu sjö körfuknattleikskonur undir samninga við Þór. Þetta eru Árdís Eva Skaftadóttir, Erna Rún Magnúsdóttir, Gréta Rún Árnadóttir, Heiða Hlín Björnsdóttir, Helga Rut Hallgrímsdóttir, Rut Herner Konráðsdóttir og Unnur Lára Ásgeirsdóttir.

Þær Heiða Hlín, Gréta Rún og Árdís léku stórt hlutverk í liðinu í vetur þrátt fyrir ungan aldur. Hinar eru allar með gríðarlega reynslu á bakinu og í hópi bestu leikmanna landsins. Því má fullvíst telja að með þessari undirskrift er ljóst að kvennalið Þórs verður gríðarlega öflugt á komandi tímabili.

Þór endaði í fjórða sæti 1. deildar kvenna á síðasta tímabili með 6 sigra og 6 töp. Þær fengu til sín Rut Herner og Unni Láru eftir áramót og unnu 5 af 7 leikjum sínum með þær innanborðs.

Það er því ljóst að Benedikt Guðmundsson, nýráðinn þjálfari Þórs, hefur gott efni í höndunum sem ætti að geta gert tilkall til úrvalsdeildarsætis næstkomandi vor.

ardis-heida-gretaÁrdís Eva Skaftadóttir, Stefán Vilberg, Heiða Hlín Björnsdóttir og Gréta Rún Árnadóttir.

rut-unnurRut Herner Konráðsdóttir, Stefán Vilberg og Unnur Lára Ásgeirsdóttir.

Myndir: thorsport.is

More in Ísland