Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

Sindri komin heim | Þrír framlengja

Sindri Davíðsson er aftur genginn til liðs við Þór sem framlengdi einnig við þrjá aðra leikmenn á dögunum.

sindri-davidsson-einar-omarMynd: thorsport.is

Sindri Davíðsson, sem er 23 ára, er genginn aftur í raðir Þórs eftir árs veru á Stykkishólmi. Hann lék síðast með Þór í 1. deildinni tímabilið 2013-2014 og skilaði þá 12,1 stigi og 3,4 fráköstum í leik. Í vetur lék hann með Snæfelli í úrvalseildinni en fékk fá tækifæri. Hann kom við sögu í 18 leikjum félagsins og skoraði í þeim 7 stig.

Þór framlengdi einnig samninga sína við þrjá leikmenn, þá Einar Ómar Eyjólfsson, Sturlu Elvarsson og Svavar Sigurður Sigurðarson.

Einar Ómar Eyjólfsson er 21 árs og kom til Þórs frá Grindavík og á tvö tímabil að baki með Þór. Hann var annar stigahæsti leikmaður liðsins í vetur með 12,3 og tók auk þess 6,8 fráköst.

sturla-elvarsson-svavar-sigurdarsonMynd: thorsport.is

Sturla, sem verður 17 ára í sumar, kom við sögu í 4 leikjum í vetur og skoraði í þeim 3,7 stig að meðaltali. Mest skoraði hann 7 stig í vetur í leik á móti ÍA.

Svavar, sem einnig verður 17 ára á árinu, kom við sögu í 4 leikjum og var með 4,0 stig að meðatali í leik. Hann setti einnig mest 7 stig í einum leik, einnig á móti ÍA.

Og yfir í allt annað

Ísland

2021-2022 tímabilið í [Insert sponsor name here]-deild karla er handan við hornið og því ákváðum við að kasta saman í eina afar vísindalega samsetta...

Ísland

Leikstjórnandinn Jose Medina Aldana fór mikinn í sigurleik Hamars á Selfossi í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni 1. deildarinnar í gær en samkvæmt tölfræðiskýrslunni...

Ísland

Er KR að fara að taka þetta sjöunda árið í röð?

Ísland

Stórskemmtileg netþáttaröð frá Gnúpverjum.