Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

Sigurður Þór Einarsson leggur skóna á hilluna

Sigurður Þór Einarsson, leikmaður Hauka, hefur ákveðið að láta staðarnumið og leggja skóna á hilluna.

sigurdur-thor-einarsson-haukarMynd: Haukar.is
Sigurður Þór Einarsson, leikmaður Hauka, hefur ákveðið að láta staðarnumið og leggja skóna á hilluna að því er framkemur á vefsíðu Hauka.

Sigurður Þór Einarsson hefur ákveðið að setja skóna á hilluna frægu og mun ekki taka slaginn með Haukaliðinu á komandi tímabili í Domino‘s deild karla. Þetta tjáði hann leikmönnum og þjálfurum nú í vikunni. Sigurður telur að hann geti ekki komið til með sinna körfuboltanum að sama krafti og hann hefði viljað og eftir 16 ár í meistaraflokki væri kominn tími til að prófa eitthvað annað.

Sigurður kom til liðs við Hauka fyrir tímabilið 2003-2004 frá Njarðvík þar sem hann ól manninn. Sigurður spilaði með Haukum út tímabilið 07-08 og hélt þá til Danaveldis í nám og spilaði með Horsens IC. Sigurður kom svo aftur til liðs við Hauka 2013 og hefur verið með liðinu síðan. Alls hefur hann spilað 212 leiki fyrir meistaraflokk Hauka

Kkd. Hauka þakkar Sigurði kærlega fyrir virkilega vel unnin störf fyrir klúbbinn og óskar honum velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur.

Og yfir í allt annað

Ísland

2021-2022 tímabilið í Subway-deild kvenna byrjar í kvöld og því ákváðum við að kasta saman í eina afar óvísindalega samsetta spá sem er þó...

Ísland

Höttur féll á dögunum úr Domino’s deild karla og hafa verið höfð orð um að þar sé á ferðinni besta liðið sem fallið hefur...

Ísland

Getur þú talið upp þá leikmenn sem skoruðu 50 stig eða fleiri í einum leik í efstu deild karla á árunum 1978 til 1989.

Ísland

70 sinnum hefur verið keppt um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Einu sinni þurfti að endurtaka mótið og í ár var því slúttað áður en...