Jón Páll Kristófersson stjórnarmaður Þórs, Ragnar Örn Bragson og Einar Árni Jóhannsson þjálfari. Mynd: Þór Þorlákshöfn
Ragnar Örn Bragason samdi í dag við Þór Þorlákshöfn um að leika með liðinu næstu tvö keppnistímabil að því er fram kemur á Facebook síðu Þórsara.
Ragnar Örn kemur frá ÍR þar sem hann er uppalinn en hann er tvítugur að aldri og 196 cm skotbakvörður, sem var í U20 hóp Íslands á NM í Finnlandi síðasta vor.
Síðastaliðið tímabil var Ragnar með 6,6 stig per leik á tæpum 23 mínútum en hann var einnig með 3,3 fráköst, 1,3 stoðsendingar og stal 1,2 boltum á leik.
