Connect with us

Félagsskipti

Dýrasti vatnsberi Svíþjóðar til Þórs

Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við Þór Þorlákshöfn eftir 1 ár í Svíþjóð.

ragnar-agust-nathanaelsson-thor-2015

Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við Þór Þorlákshöfn eftir 1 ár í Svíþjóð.

Síðastliðið tímabil lék hann með Sundsvall í efstu deildinni í Svíþjóð þar sem hann var með 2,2 stig og 2,2 fráköst per leik en hann lék að meðaltali 7,0 mínútur í 33 deildarleikjum.

Í samtali við karfan.is fór Ragnar ekki dult með vonbrigði sín yfir litlum spilunartíma hjá Sundsvall.

„Ég lærði auðvitað mikið í Svíþjóð svo ég tali nú ekki um að hafa menn eins og Hlyn, Jakob og Ægi með sér þarna. Þjálfarinn hefði kannski mátt kenna manni meira, það voru auðvitað hrikaleg vonbrigði að vera dýrasti vatnsberinn í Svíþjóð.

Manni var einfaldlega ekki treyst, auðvitað er það ekkert létt verk að taka mínútur af Hlyni Bæringssyni en þjálfarinn var bara fullur af afsökunum og vonbrigðin því aðallega tengd því að dvölin hjá liðinu varð allt önnur en rætt var um upphaflega. Ég lærði af þessu og veit nú hvernig þessi heimur er.“

Ragnar lék með Þór tímabilið 2013-2014 og var þá með 15,4 stig, 12,9 fráköst og 2,3 varin skot að meðaltali í leik.

More in Félagsskipti