Pétur Már Sigurðsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Stjörnunni og verður Hrafni Kristjánssyni til halds og trausts í vetur.
Pétur hefur þjálfað kvennalið Fjölnis undanfarin tvö tímabil en hefur einnig þjálfað báða meistaraflokka KFÍ og Laugdæli. Hann stýrði Laugdælum til sigurs í 2. deild karla árið 2010 og KFÍ í 1. deild karla árið 2012.
Pétur var aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í stjórnartíð Peter Öqvist og stýrði því á Smáþjóðaleikunum 2013 í fjarveru Peter.
