Connect with us

Hi, what are you looking for?

Félagsskipti

Orðrómurinn: Sigurður Þorvaldsson til Skallagríms?

Heimildir herma að Sigurður Þorvaldsson kunni að færa sig niður um deild og leika með Skallagrím í 1. deildinni á næstkomandi tímabili.

sigurdur-thorvaldsson-karfanMynd: Karfan.is

Heimildir herma að Sigurður Þorvaldsson kunni að færa sig niður um deild og leika með Skallagrím í 1. deildinni á næstkomandi tímabili. Hjá Borgnesingum myndi hann hitta fyrir fyrrum samherja sinn hjá Snæfell, Hafþór Ingi Gunnarsson, sem er núverandi aðstoðarþjálfari Skallagríms.

Sigurður, sem verður 35 ára á árinu, átti stórgott tímabil fyrir lið Snæfells sem endaði í 9. sæti Domino’s deildarinnar. Hann spilaði 21 af 22 leikjum Snæfells og var með 18,3 stig og 7,0 fráköst á rétt undir 36 mínútum per leik.

Mikil kynslóðarskipti eru í gangi hjá Snæfelli en Pálmi Freyr Sigurgeirsson lagði skóna á hilluna nú í vor auk þess sem Jón Ólafur Jónsson hætti í fyrra. Fyrir utan Sigurð að þá er Sveinn Arnar Davíðsson eini núverandi leikmaður Snæfells sem varð Íslandsmeistari með félaginu árið 2010.

Skallagrímur féll eins og kunnugt er úr úrvalsdeildinni í vor og hafa þegar misst tvo lykilmenn úr röðum sínum, þá Egil Egilsson til Fjölnis og Magnús Þór Gunnarsson til Keflavíkur, auk þess sem óvíst er hvort hinn 37 ára gamli Páll Axel Vilbergsson eigi annað ár eftir í tanknum.

Veist þú um „skúbb“? Sendu okkur þá línu á Facebook.

Og yfir í allt annað

Ísland

2021-2022 tímabilið í Subway-deild kvenna byrjar í kvöld og því ákváðum við að kasta saman í eina afar óvísindalega samsetta spá sem er þó...

Ísland

Eru þetta bestu íslensku troðslurnar frá upphafi? Mögulega klárlega.

Ísland

Geta Haukar unnið aftur án Helenu?

Ísland

KR að fara í 6-peat? Ekki séns.