
Akureyringar virðast ætla að vera öflugir á félagsskiptamarkaðnum í sumar miðað við orðið á götunni því heimildir herma að Ólafur Aron Ingvason sé hugsanlega á leiðinni aftur til Þórs.
Ólafur Aron, sem er 31 og uppalinn í Njarðvík, er ekki ókunnugur fyrir norðan en hann lék með Akureyringum á árunum 2012-2014. Hann var prímus mótorinn í liði þeirra tímabilið 2013-2014 en þá var hann með 18,2 stig og 7,2 stoðsendingar per leik. Hann lék með Njarðvík á síðasta tímabili en fékk takmarkaðan spilunartíma og var með 1,6 stig og 2,4 stoðsendingar per leik.
Akureyringar réðu til sín Benedikt Guðmundsson á dögunum sem þjálfara og hafa einnig verið orðaðir við Guðmund Jónsson, leikmann Keflavíkur.
Veist þú um “skúbb”? Sendu okkur þá línu á Facebook.
