Connect with us

Hi, what are you looking for?

Félagsskipti

Orðrómurinn: Guðmundur Jónsson í 1. deildina?

Heyrst hefur að Guðmundur Jónsson, núverandi leikmaður Keflavíkur, sé hugsanlega að semja við Þór Akureyri um að spila með þeim í 1. deildinni næsta vetur.

gudmundur-jonsson-2015-karfanMynd: Karfan.is

Heyrst hefur að Guðmundur Jónsson, núverandi leikmaður Keflavíkur, sé hugsanlega að semja við sitt gamla lið, Þór Akureyri, um að spila með þeim í 1. deildinni næsta vetur. Þar hittir hann fyrir fyrrum þjálfara sinn, Benedikt Guðmundsson, sem þjálfaði hann á árunum 2011-2013 með Þór Þorlákshöfn.

Guðmundur, sem er 31 árs og uppalinn í Njarðvík, var með 12,0 stig og 4,2 fráköst per leik með Keflvíkingum í vetur. Hann lék síðast með Akureyringum tímabilið 2008-2009, þá í úrvalsdeildinni, þar sem hann var með 16,5 stig og 4,5 fráköst per leik.

Akureyringar enduðu lang neðstir í 1. deildinni síðastliðið tímabil með 1 sigur og 20 töp. Þeir féllu þó ekki því ekkert lið kom upp úr 2. deildinni árið á undan og því léku einungis 8 lið í deildinni í stað 10 eins og venjan er. Stefnan er þó sett hærra í vetur eins og sést með ráðningu Benedikts og er ljóst að liðið myndi styrkjast gríðarmikið með komu Guðmundar.

Og yfir í allt annað

Ísland

2021-2022 tímabilið í Subway-deild kvenna byrjar í kvöld og því ákváðum við að kasta saman í eina afar óvísindalega samsetta spá sem er þó...

Ísland

2021-2022 tímabilið í [Insert sponsor name here]-deild karla er handan við hornið og því ákváðum við að kasta saman í eina afar vísindalega samsetta...

Ísland

Leikstjórnandinn Jose Medina Aldana fór mikinn í sigurleik Hamars á Selfossi í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni 1. deildarinnar í gær en samkvæmt tölfræðiskýrslunni...

Ísland

Er KR að fara að taka þetta sjöunda árið í röð?