Connect with us

Hi, what are you looking for?

Félagsskipti

Oddur Ólafsson í Hamar og Þorsteinn og Örn framlengja

1. deildar lið Hamars samdi við þrjá leikmenn á dögunum.

hamar-leikmenn-2015Mynd: Karfan.is
Oddur Ólafsson, sem á síðasta tímabili lék með Þór Þorlákshöfn, er genginn til liðs við 1. deildar lið Hamars. Þetta voru ekki einu samningarnir sem voru undirritaðir í Hveragerði því Þorsteinn Gunnlaugsson og Örn Sigurðsson framlengdu báðir við félagið.

Oddur lék sem fyrr segir með Þór Þorlákshöfn á nýliðnu tímabili þar sem hann var með 4,3 stig og 3,0 fráköst á rétt rúmum 19 mínútum per leik.

Örn var annar stigahæsti leikmaður Hamars á síðasta tímabili með 15,6 stig en hann tók einnig 6,2 fráköst per leik. Þorsteinn, sem skoraði 14,7 stig að jafnaði, leiddi félagið í fráköstum með 12,1 per leik.

Hamar endaði í öðru sæti 1. deildarinnar og rétt missti af sæti í úrvalsdeildinni eftir að hafa tapað fyrir FSu, 1-2, í úrslitakeppninni um laust sæti.

Og yfir í allt annað

Ísland

Leikstjórnandinn Jose Medina Aldana fór mikinn í sigurleik Hamars á Selfossi í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni 1. deildarinnar í gær en samkvæmt tölfræðiskýrslunni...

Ísland

Stórskemmtileg netþáttaröð frá Gnúpverjum.

Ísland

Stjörnulið Reykjanesbæjar sló út eitt af toppliðum 1. deildarinnar í Maltbikarnum. Gætu þeir unnið restina?

Ísland

Fara Gnúpverjar upp um deild þriðja árið í röð?