Connect with us

Ísland

Magic Mike tók bolamynd með Mr. Showtime

Dansarinn, ofurlöggan og fyrrum körfuboltakempan Zvezdan Smári Dragojlovic, betur þekktur sem Mr. Showtime, lenti í æstum aðdáanda á Keflavíkurflugvelli í dag.

zeko-tatum

Dansarinn, ofurlöggan og fyrrum körfuboltakempan Zvezdan Smári Dragojlovic, einnig þekktur sem Mr. Showtime, lenti í æstum aðdáanda á Keflavíkurflugvelli í dag.

„Þessi efnilegur maður, Channing Tatum, betra þekktur sem Magic Mike kom til mín í dag í flugstöðinni og spurði – Ertu ekki örugglega dansandi lögga, betra þekktur sem Magic Zeko ?!? Já svaraði ég eins og skot! Má ég taka selfie með þér spurði hann ???…… Gat ekki sagt nei við kallinn !!! ”

Eins og mörgum er kunnugt um sló Zeko í gegn á dögunum fyrir dans sinn undir laginu Happy með Pharrell Williams.

Besti flugvöllur í Evrópu. Ekki að ástæðulausu.

Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Friday, February 20, 2015

En Zeko var ekki bara lipur á dansgólfinu heldur gerði einnig garðinn frægan á körfuboltavellinum með liði KFÍ og Ungmennafélagi Bolungarvíkur.

Fyrir þá sem ekki vita að þá er Channing Tatum þekktur Hollywood leikari sem hefur sýnt af sér marga leiksigra að undanförnu.

More in Ísland