Israel Martín hefur látið af störfum sem þjálfari úrvalsdeildarliðs Tindastóls og Pieti Poikola, landsliðsþjálfari Dana, tekur við samkvæmt Feykir.is
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Pieti Poikola um að taka við þjálfun meistaraflokks Tindastóls fyrir næsta tímabil. Pieti, sem er margverðlaunaður þjálfari frá Finnlandi, þjálfar einnig danska landsliðið og óhætt að fullyrða að Tindastólsmenn hafi heldur betur gert vel í því að krækja í einn áhugaverðasta þjálfara Evrópu um þessar mundir.
Nánar má lesa um málið á Feykir.is
