Connect with us

Ísland

Jón Sverrisson aftur til Fjölnis

Framherjinn Jón Sverrisson er genginn aftur í raðir Fjölnis eftir tveggja ára veru í úrvalsdeildarliði Stjörnunar.

jon-sverrisson

Framherjinn Jón Sverrisson er genginn aftur í raðir Fjölnis eftir tveggja ára veru í úrvalsdeildarliði Stjörnunar að því er Facebook síða Fjölnis greinir frá.

Jón, sem er 27 ára, glímdi við erfið meiðsli síðasta tímabil og kom einungis við sögu í tveimur leikjum. Hann lék síðast með Fjölni tímabilið 2012-2013 og var þá með 8,7 stig og 6,7 fráköst per leik.

Fjölnir féll úr úrvalsdeildinni í vor og leikur í 1. deildinni á komandi tímabili.

More in Ísland