Connect with us

Ísland

Ingvi Rafn áfram hjá Tindastól

Ingvi Rafn Ingvarsson hefur komist að samkomulagi um að leika áfram með uppeldisfélaginu sínu á næsta tímabili.

ingvi-rafn-ingvason

Tindastóll heldur áfram að semja við lykilmenn sína úr silfurliði úrvalsdeildarinnar en Ingvi Rafn Ingvarsson hefur komist að samkomulagi um að leika áfram með uppeldisfélaginu sínu á næsta tímabili.

Ingvi, sem er 21 árs, var með 7,5 stig, 3,2 fráköst og 2,8 stoðsendingar á rúmum 22 mínútum í deild og úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Hann spilaði einnig sitt síðasta tímabil með unglingaflokki í vetur varð íslandsmeistari í þeim flokki eftir taplausan vetur.

More in Ísland