Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

Hörður Axel: Þeir sem hafa metnað og dugnað að fá alltaf að spila óháð reglum

Talsverðar umræður hafa skapast eftir að Hörður Axel Vilhjálmsson gagnrýndi 4+1 regluna í grein á karfan.is í gær.

hordur-axel-vilhjalmsson

Talsverðar umræður hafa skapast eftir að Hörður Axel Vilhjálmsson gagnrýndi 4+1 regluna í grein á karfan.is í gær. Einn af þeim sem var ósammála Herði var Hilmar Júlíusson, formaður Stjörnunar, en hann skrifaði svar til Harðar á Facebook síðu félagsins þar sem hann sagði Hörð vera í raun að gera lítið úr íslensku deildinni.

Í opinni færslu á Facebook síðu sinni hefur Hörður svarað pistli Hilmars:

Ég er sammála Hilmari. Það var illa ígrundað hjá mér að segja að ungir leikmenn 17-18 ára séu að fá mín á silfurfati, hefði ekki átt að taka út bara 17-18 ára leikmenn. En það eru þeir sem ég vil helst gæta hagsmuna sem mest, því þeir eru jú framtíðin. En ef Hilmar hefði lesið aðeins lengra í greinina mína þá hefði hann líka lesið þetta:
„Í gegnum tíðina hafa þeir ungu leikmenn sem skara frammúr fengið að spila sama hvaða regla er í gangi. Þeir hafa alltaf náð að aðlagast og fengið hlutverk.“

Þessir leikmenn sem hann nefnir Dag Kára, Pétur og Jón Axel eru allir strákar sem eru með þann metnað og dugnað að þeir hefðu alltaf fengið að spila sama hvaða regla hefði verið í gildi. Að halda því fram að þeir hafi bætt sig útaf því að þeir eru með reglu til að spila í, finnst mér vanvirðing við alla þá vinnuna sem ég veit að þessir strákar hafa lagt á sig.

En ef þú tekur Elvar með í þetta dæmi sem spilaði aðeins eitt ár undir reglunni 4+1 þá veit ég ekki alveg hverju ég á að svara.
Auðvitað var ég að ýkja þegar ég tók upp tölfræði Pavels og var ég að einfalda mikið með því.

Það er þekkt í þessu að góðir leikmenn aðlagast að þeim deildum sem þeir spila í og rosalega erfitt að rýna í styrkleika deilda útfrá tölfræði og nánast ómögulegt.

Ofan á það eru þeir leikmenn sem hann nefnir útfrá tölfræði að spila undir öðrum þjálfurum með öðrum liðsfélögum, það er erfitt að taka út tölfræði leikmanna sem spila undir öðrum kringumstæðum en áður.

Ég gat mögulega ekki séð það áður en ég sendi greinina inn að ég væri á eitthvern hátt að tala niður til ungra leikmanna. Enda er það aðallega þeir sem ég vil að fái sem besta umhverfi til þess að ná árangri. Ef eitthver tekur greinina á þann hátt þá biðst ég innilegrar afsökunnar á því.

Og yfir í allt annað

Ísland

Eru þetta bestu íslensku troðslurnar? Þetta eru að minnsta kosti þær bestu sem hafa ratað á Youtube.

Ísland

Hilmar Júlíusson formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar skrifaði pistil á Facebook síðu Stjörnunar þar sem hann svarar grein Harðar Axels Vilhjálmssonar á karfan.is um 4+1 regluna.

Ísland

Eins og flestir vita hlaut 4+1 reglan örugga kosningu á ársþingi KKÍ á helginni. Þrátt fyrir það eru skiptar skoðanir á ágæti hennar meðal...

Ísland

Hörður Axel Vilhjálmsson er ekki eini landsliðsmaðurinn sem hefur lýst yfir vonbrigðum með að 4+1 reglan hafi verið framlengd því bæði Hlynur Bæringsson og...