Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

Formaður Stjörnunar um Hörð Axel: „Er í raun að gera lítið úr íslensku deildinni“

Hilmar Júlíusson formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar skrifaði pistil á Facebook síðu Stjörnunar þar sem hann svarar grein Harðar Axels Vilhjálmssonar á karfan.is um 4+1 regluna.

stjarnan-karfan-isMynd: Karfan.is

Hilmar Júlíusson formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar skrifaði pistil á Facebook síðu Stjörnunar í dag þar sem hann svarar grein Harðar Axels Vilhjálmssonar á karfan.is um 4+1 regluna.

Þetta er afar athyglisverð sýn á þetta mál. Er þetta rétt? Glöggt er gests augað segir einhverstaðar. En í raun finnst mér maðurinn aðallega vera að gera lítið úr íslensku deildinni, þar sé meðalmennskan allsráðandi og ungir leikmenn fá að spila bara af því þeir eru skráðir í klúbbinn, ekki af því að þeir eru góðir og allt bara einhvernveginn á niðurleið. Hverjir eru þessir 17-18 ára strákar sem fá mínútur á silfurfati í þessari slöku deild og hafa ekkert til þess unnið? Ég renndi yfir stattið og finn bara enga 17-18 ára gutta sem fá mínútur og standa ekki undir því, kannski þekki ég það bara ekki nógu vel. Og fyrst deildin er svona léleg í ár, af hverju eru lykilmenn sem hafa spilað bæði 4+1 og 3+2 ekki með margfalt hærra framlag í ár í lélegu deildinni? Pavel er t.d með lægra framlag í ár en 2011, Marvin Vald er með svipað framlag og Justin aðeins hærra, enginn þessara leikmanna er slakari í ár en fyrir 4 árum, ég fullyrði það (skoðaði ekki fleiri). Ættu þeir ekki að vera með svipað hærri tölur og Hörður segir að Pavel yrði með ef hann færi á Skagann?
Að sjálfsögðu minnka gæðin tímabundið ef 10-12 sterkir leikmenn hverfa á einu bretti. En stundum þarf að taka eitt skref aftur á bak til að taka svo tvö skref áfram. Strax á öðru ári 4+1 reglunnar sjáum við gæðin aukast á ný.

Hvað komu margir leikstjórnedur fram á sjónarsviðið á árunum fyrir 4+1? Hörður Axel var einn af fáum og þeir voru að deyja út. Núna koma þeir fram í kippum (Pétur Rúnar, Jón Axel, Dagur Kár, Elvar Már og fleiri á leiðinni) og íslenskir leikmenn streyma út í skóla, jafnvel D1 skóla og eru bara að standa sig ágætlega. Ástæðan er að liðin tóku í langflestum tilfellum leikstjórnanda og stórann mann, en núna taka menn oftast 1 stórann og ungir leikstjórnendur fá tækifæri sem þeir hafa svo sannarlega gripið og nýtt sér. Það segir sig sjálft að 18 ára leikstjórnandi fær ekki tækifæri meðan atvinnumaður er í hans stöðu, því miður. Ef að kenning Harðar væri rétt þá ættu stórir íslenskir leikmenn að blómsta þar sem þeir eru að kljást við stóran kana á hverri æfingu, en ég sé það ekki vera að gerast. Það eru strákarnir sem fá að spila sem eru að blómstra.

Fyrir 2 árum var ég sannfærður um að 4+1 reglan væri slæm fyrir íslenskan körfubolta og kaus á móti þeirri reglu. En reynslan þess tvö ár hafa algerlega opnað augu mín fyrir því hvað þessi breyting á eftir að gera fyrir boltann hérna heima, það á eftir að koma enn betur fram á næstu árum. Aðsóknin á leikina er að einnig að aukast, áhuginn á körfubolta og umfjöllun er meiri en áður þrátt fyrir meinta meðalmennsku. Það eina slæma við þessa reglu er að sum liðin út á landi eiga í erfiðleikum með að manna sín lið.

Síðan er hægt að koma aðeins inná kostnaðinn. Ef menn ætla að taka útlending sem hækkar standardinn þá kostar hann ca 4-5 milljónir á ári. Bara efsta deild karla væri að eyða 40-60 milljónum árlega. Það væri hægt að vinna frábært uppbyggingarstarf fyrir þá upphæð.

Ég held að menn ættu að fara varlega í að tala niður deildina og sérstaklega þá ungu leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu spor. Í fyrsta skipti var mikill meirihluti á þinginu fylgjandi óbreytti ástandi. Ég hef enga trú á að 70% forráðamanna í íslenskum körfubolta sé vísvitandi að eyðileggja körfuboltann í landinu.
SKÍNI STJARNAN OG ÍSLENSKUR KÖRFUBOLTI
Hilmar Júlíusson form Kkd Stjörnunnar.

Og yfir í allt annað

Ísland

2021-2022 tímabilið í [Insert sponsor name here]-deild karla er handan við hornið og því ákváðum við að kasta saman í eina afar vísindalega samsetta...

Ísland

Stjarnan komst í fréttirnar í sumar er félagið dróg meistaraflokk kvenna úr Úrvalsdeildinni og skráði í 1. deildina eftir að nokkrir byrjunarliðsmenn höfðu leitað...

Ísland

Er KR að fara að taka þetta sjöunda árið í röð?

Ísland

Geta Haukar unnið aftur án Helenu?