
Mynd: Skúli/karfan.is
Hörður Axel Vilhjálmsson er ekki eini landsliðsmaðurinn sem hefur lýst yfir vonbrigðum með að 4+1 reglan hafi verið framlengd því bæði Hlynur Bæringsson og Pavel Ermolinski hafa lýst yfir efasemdum með hana á Twitter.
@pavelino15 @SaevarS Vill ekki alhæfa en ég hef talað við ansi marga leikmenn um þetta og ekki enn heyrt neinn sem vill þessa reglu.
— Hlynur Bæringsson (@HlynurB) May 9, 2015
@danielrunars @pavelino15 @SaevarS Betri leikmenn “neyða” þig á hærra level. Að hafa gott level á hverri æfingu er mikilvægara en auka mín
— Hlynur Bæringsson (@HlynurB) May 9, 2015
@SaevarS Reglan er að miklu leyti sett af þeim sem þykir sárt að fólk sem það tengist persónulega fái ekki að spila. Sem er skiljanlegt s.s
— Hlynur Bæringsson (@HlynurB) May 9, 2015
Mynd karfan.is
Hafa liðin ekki efni á þessu?
Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur og fyrrum þjálfari Stjörnunar, kom inn á fjárhagshliðina á því að leyfa fleiri útlendinga en mörg lið hafa farið fjárhagslega flatt á leikmannalaunum.
@HlynurB @danielrunars @pavelino15 @SaevarS þeir sem þurfa að fjármagna þennan pakka greiða atkvæði,búin að fá innsýn í hvað þetta kostar
— Teitur Örlygsson (@teitur11) May 9, 2015
@teitur11 Það hef ég líka, það er ekki skylda að fá sér Bosman. En peningahliðin eru þó betri rök en þau körfuboltalegu.
— Hlynur Bæringsson (@HlynurB) May 9, 2015
@teitur11 Peningarnir voru þó ekki að flækjast fyrir liðum sem náðu í tvöföldu ríkisföngin um leið og reglurnar breyttust.
— Hlynur Bæringsson (@HlynurB) May 9, 2015
Mynd: karfan.is
Pavel Ermolinski var mjög undrandi á niðurstöðu þingsins.
@HlynurB @danielrunars @SaevarS maður vill hafa deildina sem sterkasta. Ég undra mig á þessu, mikil vonbrigði #ekkiblessed
— Pavel Ermolinski (@pavelino15) May 9, 2015
@teitur11 @HlynurB @danielrunars @SaevarS ég sem leikmaður vil ekki spila í einhverji útungunarstöð. Og aðstaða hér er til fyrirmyndar
— Pavel Ermolinski (@pavelino15) May 9, 2015
Hann var heldur ekki að kaupa fjárhagslegu rökin frekar en félagi sinn í landsliðinu.
@HlynurB @teitur11 ég skil en gúddera ekki rökin „ég á ekki pening, kýs gegn þessu“
— Pavel Ermolinski (@pavelino15) May 9, 2015
@teitur11 @HlynurB @danielrunars @SaevarS menn reka sinn eigin klúbb, enginn að skylda þig í erlenda leikmenn ef þú átt ekki $$$
— Pavel Ermolinski (@pavelino15) May 9, 2015
Svævar Sævarsson, stjórnarmaður hjá Keflavík átti svo lokaorðin í þessum samræðum.
@pavelino15 sammála, ég er hinsvegar glaður fyrir hönd allra meðalmennskuSjabbanna í deildinni…
— Saevar Saevarsson (@SaevarS) May 9, 2015
