Connect with us

Ísland

Darrel Lewis áfram hjá Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Darrel K. Lewis hafa komist að samkomulagi um að Lewis verði áfram í herbúðum Tindastóls á næsta keppnistímabili.

Darrel LewisMynd: Karfan.is/Bára Dröfn

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Darrel K. Lewis hafa komist að samkomulagi um að Lewis verði áfram í herbúðum Tindastóls á næsta keppnistímabili að því er fram kemur á Facebook síðu Tindastóls.

Eru þetta frábærar fréttir fyrir félagið sem ætlar sér stóra hluti á næstkomandi tímabili. Lewis þarf ekkert að kynna fyrir landsmönnum enda hefur hann sýnt það í verkum undanfarin ár að þar er á ferðinni einn besti leikmaður Domino’s deildarinnar. Lewis fór á kostum á síðasta leiktímabili og var m.a. valinn í úrvalslið Dominos deildarinnar öll þrjú skiptin sem valið fór fram í vetur. Stjórn kkd lýsir yfir mikilli ánægju með að Lewis verði áfram í Skagafirðinum enda mikill höfðingi þar á ferð jafnt innan vallar sem utan.

More in Ísland