Connect with us

Hi, what are you looking for?

Félagsskipti

Borce Ilievski til ÍR

Borce Illievski Sansa hefur samið við ÍR til 3 ára um að vera yfirþjálfari yngri flokka þeirra.

Borce Illievski Sansa hefur samið við ÍR til 3 ára um að vera yfirþjálfari yngri flokka þeirra.

Í tilkynningu frá ÍR segir:

Körfuknattleiksdeildin er afar ánægð með að fá Borce til félagsins sem þar sem um afar reynslumikinn og færan þjálfara sé að ræða sem mun koma með mikil i okkar starf.

„Þetta er lið í mínu nágrenni og ég mun leggja mikið á mig til þess að hjálpa til við að koma ÍR inn í dýrðardaga félagsins. Ég fékk nokkur tilboð til viðbótar og langar mig til að segja takk við þá aðila en ÍR er mín niðurstaða og ég trúi því að við munum vinna mikið og gott starf saman,“ Borce Ilievski

Borce, sem kemur upprunalega frá Makedóníu, hefur þjálfað hér á landi frá árinu 2006 er hann tók við KFÍ. Hann stýrði Ísfirðingum í 4 ár og gerði félagið að 1. deildarmeisturum árið 2010. Hann tók við Tindastól haustið 2010 og stýrði félaginu í rúmt ár en sagði starfi sínu lausu í byrjun annars tímabils síns. Hann fór með Bolvíkinga í úrslitakeppni 2. deildar vorið 2012 og tók við 1. deildarfélagi Breiðabliks þá um haustið. Stýrði hann því til desembers 2014 og yngri flokkum félagsins til enda tímabilsins.

Og yfir í allt annað

Ísland

2021-2022 tímabilið í Subway-deild kvenna byrjar í kvöld og því ákváðum við að kasta saman í eina afar óvísindalega samsetta spá sem er þó...

Ísland

2021-2022 tímabilið í [Insert sponsor name here]-deild karla er handan við hornið og því ákváðum við að kasta saman í eina afar vísindalega samsetta...

Ísland

Gömlu Reykjavíkurstórveldin KR og ÍR eiga sér langa sögu saman og elduðu grátt silfur lengi vel á upphafsárum körfuboltans á Íslandi en bæði lið...

Ísland

Darryl Lewis með stórkoslega frammistöðu.