Mynd: FSu
Bjarni Geir Gunnarsson hefur samið við FSu um að leika með félaginu í Domino’s deildinni á komandi tímabili en hann kemur til félagsins frá Val.
Bjarni er ungur og efnilegur leikmaður en hann er fæddur árið 1995 og skoraði 10 stig og tók 3,7 fráköst að meðaltali með Valsmönnum síðastliðin vetur í 1. deildinni.
Sjö leikmenn framlengdu einnig samninga sína við FSu í gær, þeir Hlynur Hreinsson, Ari Gylfason, Maciej Klimaszewski, Svavar Stefánsson, Arnþór Tryggvason, Birkir Víðisson og Geir Helgason.
Ari var valinn besti leikmaður 1. deildarinnar á nýliðinu tímabili og var einnig, ásamt Hlyn, í úrvalsliði deildarinnar og því verður fróðlegt að sjá þá kappa á meðal þeirra bestu næsta vetur.
Samkvæmt heimasíðu FSu eru Selfyssingar hvergi nærri hættir að sveifla pennanum góða og frekari fréttir séu væntanlegar á næstu dögum í leikmannamálum.
Mynd: FSu
Þetta er ekki það eina sem hefur verið að gerast hjá FSu því þeir kynntu einnig til leiks nýtt og uppfært lógó á dögunum sem sjá má hér fyrir neðan ásamt fyrrum lógó liðsins.
