Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

Birgir Örn framlengir við KFÍ

Fyrrum landsliðsmaðurinn Birgir Örn Birgisson hefur framlengt samning sinn við KFÍ og mun því stýra félaginu þriðja tímabilið í röð.

birgir-orn-birgisson-kfi-ingolfur-thorleifssonBirgir Örn og Ingólfur Þorleifsson, formaður KFÍ við undirskriftina. Mynd: KFÍ.is

Fyrrum landsliðsmaðurinn Birgir Örn Birgisson hefur framlengt samning sinn við KFÍ og mun því stýra félaginu þriðja tímabilið í röð.

Í frétt á KFÍ.is segir meðal annars:

Birgir Örn kom til starfa hjá félaginu fyrir tímabilið 2013-2014 og er því að hefur því sitt þriðja tímabil með meistaraflokk karla í haust.

Birgis bíður krefjandi og spennandi verkefni að byggja ofan á næsta tímabil en þá fengu margir ungir og óreyndir leikmenn tækifæri til að láta til sín taka í meistaraflokki og verður spennandi að sjá hvernig Birgi og strákunum tekst að byggja ofan á þá reynslu á komandi tímabili.

Birgir Örn hóf feril sinn í körfuknattleik í Bolungarvík en lék einnig með Þór á Akureyri og síðar Keflavík þar sem hann hampaði tveimur Íslandsmeistaratitlum auk þess að leika með landsliði Íslands. Áður en Birgir fluttist aftur vestur starfaði hann sem körfuknattleiksþjálfari um árabil í Þýskalandi við góðan orðstýr. Þess má svo geta að Birgir dustaði rykið af körfuboltaskónum síðasta tímabili með KFÍ lét sannarlega til sín taka á vellinum.

Birgir, sem lék 26 leiki með landsliði Íslands, tók skóna fram síðastliðin vetur með KFÍ þrátt fyrir að vera á fertugasta og fimmta aldursári. Hann kom við sögu í 8 leikjum og var með í þeim um 4 stig og rúmlega 3 fráköst per leik.

Og yfir í allt annað

Ísland

Leikstjórnandinn Jose Medina Aldana fór mikinn í sigurleik Hamars á Selfossi í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni 1. deildarinnar í gær en samkvæmt tölfræðiskýrslunni...

Ísland

Darryl Lewis með stórkoslega frammistöðu.

Ísland

David Bevis er nafn sem einhverjir kannast við en hann lék hér fyrst á landi með KFÍ tímabilið 1997-98 við góðan orðstír en með...

Ísland

Hrafn Kristjánsson með leik lífs síns.