Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

Baldur Ingi Þjálfar Stjörnuna

Stjarnan og Bald­ur Ingi Jónas­son hafa náð sam­komu­lagi um að Bald­ur muni vera þjálf­ari meist­ara­flokks kvenna næstu tvö árin en kvennalið Stjörn­unn­ar vann sér sæti í úrvalsdeild í vor í fyrsta sinn í sögu félagsins.

baldur-ingi-jonassonMynd: Stjarnan
Stjarnan og Bald­ur Ingi Jónas­son hafa náð sam­komu­lagi um að Bald­ur muni vera þjálf­ari meist­ara­flokks kvenna næstu tvö árin en kvennalið Stjörn­unn­ar vann sér sæti í úrvalsdeild í vor í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Bald­ur er reynd­ur þjálf­ari sem hef­ur sinnt körfuknatt­leiksþjálf­un hjá KFÍ, Þór Ak­ur­eyri og KR og þjálfað bæði meist­ara­flokk karla, kvenna sem og yngri flokka. Það er því mik­ill styrk­ur fyr­ir kvennaliðið að fá jafn fær­an þjálf­ara til liðs við hóp­inn og von­ir standa til að all­ir þeir leik­menn er áttu þátt í þeim sögu­lega ár­angri að koma liðinu upp í efstu deild verði með næsta haust.

Bald­ur er menntaður íþrótta­kenn­ari frá Íþrótta­kenn­ara­skóla Íslands ásamt því að hafa lokið B.A. í sál­fræði frá HA og M.S. í fé­lags- og vinnusál­fræði frá HÍ.

Og yfir í allt annað

Ísland

2021-2022 tímabilið í [Insert sponsor name here]-deild karla er handan við hornið og því ákváðum við að kasta saman í eina afar vísindalega samsetta...

Ísland

62 sinnum hefur verið keppt um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna. Getur þú talið upp meistaraliðin?

Ísland

Fjögurra áratuga klúbburinn á Íslandi inniheldur nokkur goðsagnarkennd nöfn

Ísland

Stjarnan komst í fréttirnar í sumar er félagið dróg meistaraflokk kvenna úr Úrvalsdeildinni og skráði í 1. deildina eftir að nokkrir byrjunarliðsmenn höfðu leitað...