Connect with us

Ísland

Arnþór Freyr Guðmundsson til Tindastóls

Arnþór Freyr Guðmundsson tekur hæfileika sína norður næsta tímabil.

Arnthor-og-Stefan-800x584Mynd: Tindastóll

Arnþór Freyr Guðmundsson er genginn til liðs við Tindastól samkvæmt Feykir.is.

„Það er gríðarlega jákvætt fyrir félagið að jafn öflugur leikmaður og Arnþór skuli semja við félagið,“ sagði Stefán Jónsson formaður körfuknattleiksdeildarinnar í samtali við Feyki.

Arnþór Freyr lék 18 leiki á síðasta tímabili fyrir Fjölni og skoraði 15,8 stig að meðaltali. Hann sagði skilið við liðið í febrúar og gekk til liðs við Alcazar Basket í spænsku 2. deildinni og lék þar að meðaltali 13 mínútur í leik.

More in Ísland