Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

Al’lonzo Coleman í Stjörnuna

Bikarmeistarar Stjörnunnar í Garðabæ hafa náð samkomulagi við Al’lonzo Coleman um að leika með liðinu leiktíðina 2015-2016.

Bikarmeistarar Stjörnunnar í Garðabæ hafa náð samkomulagi við Al’lonzo Coleman um að leika með liðinu leiktíðina 2015-2016.

Coleman útskrifaðist úr UNC Presbyterian háskólanum árið 2012 þar sem hann skoraði 16.9 stig og greip 8.8 fráköst að meðaltali í Big South riðli fyrstu deildar háskólaboltans. Síðasta tímabil lék hann í næstefstu deild Argentínu þar sem hann skilaði 15.1 stigi og 6 fráköstum að meðaltali.

Á Facebook síðu Stjörnunar segir einnig:

Al’lonzo þykir klókur, fjölhæfur leikmaður í kringum körfuna sem getur skorað á marga vegu. Aðspurður sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, hafa fylgst með Coleman og haft augastað á honum síðan hann útskrifaðist úr háskóla og því gripið tækifærið þegar hann bauðst nú. „Mér hefur alltaf fundist Coleman vera leikmaður sem myndi henta vel í deildina hér heima, fjölhæfur strákur sem er sterkur í teignum en getur líka gert aðra hluti mjög vel sem hjálpa liðinu“.

Leikmannahópur og þjálfarateymi karlaliðs Stjörnunnar er nú fullskipaður að sögn Hrafns nema eitthvað stórkostlega óvænt komi upp á fram að móti. „Við erum ánægðir með þann hóp sem við erum komnir með, teljum hann mátulega blöndu af eldri og yngri leikmönnum þar sem þeir eldri geta haldið áfram að styrkja þá yngri í sinni þróun. Hvort hópurinn nægi svo til að ná hinu aðalmarkmiði okkar sem snýr að árangri í öllum keppnum verður svo að koma í ljós þegar á hólminn er komið“.

Meðfylgjandi er myndskeið frá Coleman frá síðasta ári hans með UNC Presbyterian skólanum.

Og yfir í allt annað

Ísland

2021-2022 tímabilið í [Insert sponsor name here]-deild karla er handan við hornið og því ákváðum við að kasta saman í eina afar vísindalega samsetta...

Ísland

Höttur féll á dögunum úr Domino’s deild karla og hafa verið höfð orð um að þar sé á ferðinni besta liðið sem fallið hefur...

Ísland

Getur þú talið upp þá leikmenn sem skoruðu 50 stig eða fleiri í einum leik í efstu deild karla á árunum 1978 til 1989.

Ísland

70 sinnum hefur verið keppt um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Einu sinni þurfti að endurtaka mótið og í ár var því slúttað áður en...