Ein frægustu slagsmál í sögu íslensk körfubolta voru þegar bandaríkjamennirnir Jimmy Rodgers hjá Ármanni og Curtis Carter hjá KR lenti saman á lokasekúndum leiks Reykjavíkurfélaganna þann 16. desember 1975. Þegar 6 sekúndur voru eftir og staðan 83-81 fyrir Ármanni þá braut Carter á Rodgers.
Trukkur“ KR-inga vildi hnefaleika í lokin
,,Ég varð svo fjúkandi vondur, að ég bara sló hann“, sagði Curtis Carter — og svertinginn i Ármanns-liðinu, Jimmy Rogers, steyptist i gólfið i Laugardalshöllinni og lá þar i allri sinni lengd — næstum tveir metrar — eftir högg Trukksins i KR-liðinu, Curtis Carter. Það var ekkert smáhögg hjá risanum Carter, sem er rúmlega tveir metrar á hæð, — sjálfur Muhammad Ali hefði getað verið stoltur af slíku rothöggi. En slíkt á ekkert skylt við körfubolta — og átökin i Laugardalshöllinni í uppgjöri toppliðanna voru blóðug i gærkvöld. Ármann sigraði í leiknum — það þoldi Trukkurinn ekki og sló sinn bezta vin í gólfið áður en leiktímanum var lokið. Auðvitað var Dagblaðið á staðnum. Á mynd Bjarnleifs sést Trukkurinn vígalegur mjög og högg hans lenti beint á kjálka Rogers, sem er á leið i gólfið. Svartur armur hans er á handlegg Trukksins — og hnefinn stefnir á andlit félaga hans í Ármannsliðinu, Guðsteins, sem reyndi að ganga á milli. Kjarkmaður, pilturinn i viðureign risanna.
Dagblaðið – Miðvikudagur 17. desember 1975
Jimmy Rodgers var að vonum ekki sáttur við landa sinn eftir kjaftshöggið.
„Ég er góður hnefaleikamaður en maður — svona líkar mér ekki. Þetta er fáránlegt,“ sagði Jimmy Rogers og hlúði að sprunginni vör. „Það er heldur óskemmtilegt að vera sleginn svona eins og Carter sló mig —- ég hreinlega þoldi það ekki. Hann var búinn að vera að slá mig leikinn út — en við sýndum hvort liðið er betra. Ég var alltaf viss um að við færum með sigur af hólmi. KR er gott lið, en við erum einfaldlega betri.“ – Jimmy Rodgers í samtali við Dagblaðið.
Trukkurinn gaf þessa lýsingu á því hvers vegna hann missti stjórn á sér.
„Þeir voru með boltann og aðeins 6 sekúndur eftir. Þá reyndi ég að stöðva leikinn en þá sagði Jimmy — hvað ertu að gera maður? Ég varð svo fjúkandi vondur að ég bara sló hann. En við töpuðum aðeins bardaga — ekki striði. Við verðum meistarar.“
Það verður seint sagt að mikið hafi þurfti til að æsa Trukkinn upp. Hann reyndist svo ekki sannspár með hverjir yrðu meistarar því Ármenningar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn þá um vorið í fyrsta og eina skiptið í sögu félagsins.
