Mynd: KKÍ.is
Hjörvar Hafliðason hjá Stöð 2 Sport skaut föstum skotum að Finni Frey Stefánssyni, þjálfara KR, eftir að sá síðarnefndi vildi hvorki ekki hleypa myndavélum inn í búningsklefa KR í hálfleik á leik liðsins við Tindastól á sunnudaginn né vera með hljóðnema á sér á meðan leik stóð. Hrósaði hann að sama skapi Israel Martin, þjálfara Tindastóls, fyrir að vera afar samstarfsfúsan og verða fúslegan við beiðni Stöð 2 Sport um það sama.
Flottur þjálfarinn hjá Tindastól hann gerir allt til að hjálpa körfuboltanum hér á landi í sjónvarpi. Ekki hægt að segja það sama KR megin.
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) April 27, 2015
@bbirnir hann hleypir ekki myndavélum inn í klefa og neitar að vera með mæk á meðan leik stendur. Gerir Tv erfitt fyrir.
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) April 27, 2015
@ravenk72 Nei örstutt í Ísland í dag sem sýnt var daginn eftir. Strákurinn sagði bara nei. Þjálfari Tindastóls sagði að sjálfsögðu já.
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) April 27, 2015
@AronBjarki "Það sem þar fer fram a að fa að vera a milli leikmanna og þjálfara."Það eru camerur á liðum í öllum leikhléum. Part of the game
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) April 27, 2015
@AronBjarki En allt svona hjálpar svo mikið til. Sérð eins og ræðan hans Gauja vs. @Everton Í dag er það hluti af sögunni. #classic
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) April 28, 2015
